Velkomin á vef Jöklaborgar

Blár dagur 10.mars 2017

Blár dagur verður föstudaginn 10. mars
Gaman væri ef allir kæmu í einhverju bláu í tilefni dagsins

Lesa


Skipulagsdagur 6.mars 2017

skipulagsdagur
   Mánudaginn 6. mars 2017 verður skipulagsdagur
   starfsfólks Jöklaborgar 

   Leikskólinn verður lokaður þann dag.

Lesa


Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur 2017

 bolla

Nú líður senn að bollu-, sprengi- og öskudegi. 
Eftirfarandi hefðir hafa skapast í leikskólanum þessa daga:
Bolludagur 27.feb.Öllum börnunum verður boðið upp á rjómabollur í síðdegishressingunni
Sprengidagur 28. feb.Saltkjöt og baunir verða í matinn.
Öskudagur 1. mars. Eins og venjulega höldum við öskudaginn hátíðlegan.Flest undanfarin ár hafa börnin búið til öskudagsbúninga – furðuföt.  Við höfum ákveðið að hafa sama háttinn á núna. Þennan dag verður hátíð í salnum og „kötturinn" verður sleginn úr tunnunni þ.e. kassi sem börnin hafa skreytt verður fylltur með pokum af snakki.Kassinn verður hengdur upp og slegið úr honum snakkið.
oskupokar

Lesa


Sumarfrí 2017

 

sol2
Sumarlokun

Leikskólinn verður lokaður frá 12. júlí til 9. ágúst báðir dagar meðtaldir.
Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 10.ágúst.

Lesa


Dagur Leikskólans 2017

Dagur leikskólans verður haldin mánudaginn 6. febrúar, það er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. 

Af því tilefni er foreldrum barna leikskólans og öðrum gestum boðið að koma í heimsókn frá kl. 8:00 – 10:00 þennan dag.
Boðið verður uppá hafragraut og ávexti í morgunmat og foreldrum og gestum boðið að taka þátt í starfinu á deildum, Listasmiðju og í Salnum. Einnig hvetjum við foreldra og gesti að skoða leikskólann þennan dag.

Lesa

Skoða fréttasafn