Velkomin á vef Jöklaborgar


Opið hús 18. maí

Logo 2

Opið hús verður í Jöklaborg föstudag, 18. maí kl. 15:00 - 16:30.
Á opnu húsi er hægt að skoða leikskólann og
þau verkefni sem börnin hafa verið að vinna að þetta skólaár. 
Allir velkomnir

Lesa


Sumarlokun 2018 / Summer vacation 2018

Sól

Sumarlokun 2018 verður frá 11. júlí – 8. ágúst

Báðir dagar meðtaldir

SUMMER VACATION 2018
The preschool will be closed due to summer vacation from 11.júlí - 8. ágúst

Lesa


Skipulagsdagur 12. mars 2018

skipulagsdag 1
  Skipulagsdagur verður mánudaginn 12.mars
  Leikskólinn verður lokaður þann dag


  Preparation day in Jöklaborg 12.mars
  Preschool is closed.

Lesa


Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur 2018

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru á næsta leiti. Þessir dagar skipa veglegan sess í starfi leikskólans og hafa eftirfarandi hefðir skapast hjá okkur.

Á bolludaginn 12. febrúar verða  bollur með öllu í síðdegishressingunni.

Á sprengidaginn 13. febrúar verður saltkjöt og baunir í matinn.

Á öskudaginn 14. febrúar höldum við hátíð sem einkennist af því að börn og starfsmenn klæðast furðufötum sem börnin með aðstoð starfsmanna hafa búið til fyrir þennan dag. Farið er í göngu um leikskólann og sungin öskudagslög og síðan sameinast allir í salnum þar sem „kötturinn“ er sleginn úr tunnunni þ.e. kassi sem börnin hafa skreytt verður fylltur með pokum af snakki. Kassinn verður hengdur upp og slegið úr honum snakkið.

Börnin búa til sína öskudagsbúninga sjálf (mismunandi geta eftir aldri),  þau hanna búninginn og  sauma, hefta og líma allt eftir getu og áhuga.  Þau eru mörg búin að skoða og ræða um það hvernig búning þau vilja gera og sum eru búin að teikna hann upp. Börnin geta notað saumavélar ef þau vilja. Það er spennandi að sjá þeirra sköpun og getu við þessa vinnu. Við viljum að hvert barn fái að útfæra sína hugmynd af búning.

Lesa

Skoða fréttasafn