Foreldraráð

Starfsreglur foreldraráðs Jöklaborgar

Foreldraráð Jöklaborgar starfar skv. lögum um leikskóla 90/2008 og leiðbeiningum skóla- og frístundasviðs.
Foreldraráðið einsetur sér að starfa faglega við að veita umsögn um starf leikskólans.
Foreldraráðið heldur trúnað um persónuupplýsingar barna, foreldra, starfsfólks og annarra sem ráðið kann að fjalla um.
Foreldraráðið getur verið farvegur fyrir foreldra leikskólabarna sem vilja koma á framfæri ábendingum og athugasemdum um leikskólastarfið.
Foreldraráðið kemur saman að lágmarki tvisvar á hverju misseri, gjarnan í tengslum við skipulagsdaga starfsfólks og starfsáætlanagerð.
Meirihluti foreldraráðsins verður að mæta á fundi til þess að ráðið teljist starfshæft. Ef greidd eru atkvæði um mál í ráðinu er það einfaldur meirihluti sem ræður.
Starfsreglur þessar voru samþykktar á fundi foreldraráðs Jöklaborgar fimmtudaginn 28. ágúst 2014. 

Í foreldraráði eru fjórir fulltrúar: 
Dagbjört Hildur Torfadóttir 
Tinna Heimisdóttir
og
Anna Bára Pétursdóttir leikskólastjóri