Morgunmatur
Morgunmatur er á boðstólnum á milli kl. 08:00 – 09:00, ef barnið á að fá morgunmat er mikilvægt að koma fyrir 09:00. Boðið er upp á hafragraut, mjólk, lýsi, rúsínur, kanil og ávexti fjóra daga í viku, en á miðvikudögum er boðið upp á cheerios, kornflex, ab-mjólk og ávexti.
Hádegismatur
Í hádeginu er oftast boðið upp á heitan heimilismat.
Síðdegishressing
Í síðdegishressingu er boðið upp á brauð, álegg og mjólk.