Hagnýtar upplýsingar

 • Móttaka barna

  Jöklaborg opnar kl: 7:30 á morgnana, þá er tekið á móti börnum í Listasmiðju og á Heimahlíð.
  Börn sem eru á Heimakoti, Heimaseli og Heimabóli og eru frá kl. 7:30 - 8:00 koma saman í Listasmiðju en 
  börn sem eru á Heimahlíð og Heimahöll eru frá kl. 7:30 - 8:00 á Heimahlíð. Kl  8:00 fara öll börn á sínar deildir og morgunmatur er frá kl: 8:00 - 9:00.

  Síðdegis eða kl: 16:30 fara börnin af Heimakoti, Heimaseli og Heimabóli sem hafa vistun til kl. 17:00 á Heimakot og eru þar til loka dags.

  Börnin af Heimahöll sem eiga vistun til kl: 17 fara á Heimahlíð kl: 16:30 og eru þar til kl: 17 


  Áhersla er lögð á að taka vel á móti barni og foreldri í upphafi dags, að þau finni að þau eru velkomin og mikilvæg.
  Komutíminn getur verið þýðingarmesta augnablik dagsins, því er mikilvægt að barnið finni sig öruggt og velkomið.  Í lok dags eru börnin kvödd á sama hátt.

 • Veikindi barna

  Ef börn eru veik eða með smitsjúkdóma eiga þau að vera heima þar til veikindum lýkur. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna forföll inn á viðkomandi deild. (Sjá símanúmer hverrar deildar). Veikist barn í leikskólanum er foreldrum tilkynnt um það.

 • Fatnaður

  Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér viðeigandi fatnað í leikskólann sem miðast þá við veðurfar hverju sinni. Mikil áhersla er lögð á að barnið geti tekið þátt í þeirri starfsemi sem leikskólinn býður upp á úti og inni. Hafa skal í huga að unnið er með ýmis efni s.s. málningu sem gætu farið í fatnað barnanna og því ættu þau að vera klædd samkvæmt því. Einnið er nauðsynlegt að þau hafi auka klæðnað ef einhver óhöpp verða. Þá skal ítrekuð nauðsyn þess að merkja allan fatnað vel og vandlega til að koma í veg fyrir að hann glatist eða ruglist saman við fatnað annarra barna.
 • Afmæli

  Haldið er uppá afmæli barna í leikskólanum með ákveðnum hætti. Barnið býr til kórónu, fær að velja leiki og fara í sal með börnum deildarinnar auk þess sem það sækir sér skraut í "afmælisskápinn" til borðskreytinga. Þá er barnið miðpunktur dagsins og er m.a. umsjónarmaður ofl. Ekki er boðið upp á að koma með veitingar í leikskólann nema barnið sé að hætta. Ef foreldrar vilja bjóða börnum af deildinni heim í afmælisveislur er mælst til þess að þeir setji ekki "afmælisboðskort" í hólf barnanna  fái upplýsingar á deildum. Þetta er til þess að ýta ekki undir mismunun barna á milli.

 • Lyfjagjöf á leikskólatíma

  Ef barn þarf einhverra hluta vegna að taka lyf er ætlast til þess að það sé gert heima, undanskilin eru þó bráðalyf eins og t.d. asmalyf.
  Foreldrar eru hvattir til að fá ávísað lyfi sem taka má tvisvar á sólahring þannig að hægt sé að gefa barni það heima áður en barnið kemur í leikskólann og eftir að leikskóladegi líkur.


 • Slys á börnum

  Ef barn slasast í leikskólanum er haft samband við foreldri og metið hvað gera skal. Ef leita þarf læknisaðstoðar fer foreldri með barnið á slysadeild eða á heilsugæslustöð. Leikskólasvið greiðir fyrir fyrstu læknisaðstoð. Form á greiðslu er með þeim hætti að foreldri greiðir fyrir heimsóknina, tekur kvittun sem leikskólastjóri fær ásamt upplýsingum um reikning sem greiðslan verður lög inná.

  Starfsmenn skrá slys barna á þar til gerð eyðublöð.

 • Vistunartími barna

  Gerður er gagnkvæmur samningur um vistunartíma barns á Dvalarsamningi sem undirritaður er af foreldri og leikskólastjóra. Ef einhverra hluta vegna þarf að breyta vistunartíma barns þarf að gera það inn á rafræn Reyjavík. Allar breytingar á vistunartíma skulu gerðar með mánaðar fyrirvara. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á dvalarsamningi er einn mánuður og miðast þá við fyrsta eða fimmtánda hvers mánaðar. Foreldrar eru beðnir um að virða keyptan vistunartíma. Geta má þess að vinnutímafyrirkomulag starfsmanna er unnið eftir vistunartíma barnanna.

 • Opnunartími leikskólans

  Leikskólinn er opinn frá kl. 7:30 - 17:00. Tekið er á móti börnum á morgnanna á tveim stöðum þ.e. Heimahlíð og Listasmiðju. Börn sem eru á Heimahlíð og Heimahöll eru til kl. 8:00 á Heimahlíð og börn á Heimakoti, Heimaseli og Heimabóli eru í Listasmiðju til kl. 8:00. Allar deildir opna síðan kl. 8:00.

 • Sumarfrí

  Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá 9. júlí - 6.ágúst 2014 að báðum dögum meðtöldum.
  Foreldrum ber að taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí fyrir barn sitt.

  Á vef Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eru almennar upplýsingar um sumarfrí barna.