Evrópuverkefnið Cominíus

alt

alt

alt

alt

Starfsmenn Jöklaborgar hófu samstarf við leik- og grunnskóla í Belgíu, Noregi og Þýskalandi haustið 2006. Þetta er þriðja evrópuverkefni sinnar tegundar sem starfsfólk leikskólans tekur þátt í og stendur það í þrjú ár. Heiti verkefnisins er "Indoor out - Outdoor in" og varðar útileiksvæði barna og þær ögranir sem börnin mæta þar. Starfsmenn koma t.d. til með að skoða útisvæði leikskólans sem námsumhverfi í víðu samhengi og bera það saman milli landa. Ákveðið mat verður lagt á það hvernig leikskólinn stendur að útiveru núna og hvaða væntingar eru til framtíðar. Einnig er gert ráð fyrir að starfsmenn viði að sér þekkingu frá fagaðilum. Starfsfólk leikskólans kemur til með að fara í skiptiheimsóknir til hinna landanna og einnig verða tveir fundir á hverju skólaári, haldnir til skiptis í þátttökulöndunum.

Leikjaval í útiveru

Þar sem hluti verkefnisins er að auka tilboð og virkni á útileiksvæði leikskólans hefur verið ákveðið að á mánudögum verði sérstök tilboð á útileiksvæðinu. Tilboðin eða leikjaval er í formi hópleikja, fótbolta og/eða ýmis konar rannsókna. Á hverju skólaári sendir hver þátttökuskóli síðan frá sér sex hugmyndir af "útivirkni" sem síðan eru ræddar á sameiginlegum fundi. Stefnt er að því að gefa út sem lokaafurð verkefnisins möppu sem unnin verður sameiginlega af þátttökulöndunum og í verða þeir leikir og verkefni sem kennarar landanna hafa í sameiningu valið og prófað. Sérstaklega er horft á það með hvaða hætti má örva málþroska barna á útivettvangi.

Lukkudýr/bangsar
altJökull altBolleke altWilder Kerl altNusle altLaffen

Til þess að börnin geti orðið virkir þátttakendur í verkefninu var ákveðið að hvert land ætti sitt "mascot" eða lukkudýr sem ferðast á milli landanna og er í hverjum leikskóla í nokkrar vikur. Þannig fræðast börnin líka um viðkomandi land. Lukkudýrin hafa öll einhver ákveðin persónueinkenni og hafa það sameiginlegt að þeim þykir mjög gaman að vera úti að leika. Í upphafi verkefnisins ákváðu börn og starfsfólk í Jöklaborg persónueinkenni okkar bangsa í sameiningu. Hann heitir Jökull og hann er mjög hrifinn af útiveru og að ferðast.

Uppáhaldsmaturinn hans er skyr og fiskur og honum finnst nammi vont. Hann á ferðatösku sem í er "Bókin mín" með myndum af "fjölskyldu" og vinum og bolur með lógói Jöklaborgar. Jökull klæddist sérprjónaðri íslenskri lopapeysu þegar hann lagði upp í sitt ferðalag til Noregs. Núna hefur hann ferðast til allra þátttökulandanna og er að fara í sína aðra ferð. Hann er að safna steinum sem hann setur í ferðatöskuna sína. Það verður gaman þegar hann svo kemur til okkar aftur og segir sögu sína.

Hér eru þeir leikir sem urðu afrakstur verkefnisins