Dagur leikskólans 2018

Dagur leikskólans  er þriðjudaginn 6. febrúar, það er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Af því tilefni er ykkur foreldrum barna leikskólans og öðrum gestum boðið að koma í heimsókn frá kl. 8:00 – 10:00 þennan dag. Boðið verður uppá hafragraut og ávexti í morgunmat og foreldrum og gestum boðið að taka þátt í starfinu á deildum, Listasmiðju og í Salnum. Einnig hvetjum við foreldra og gesti að skoða leikskólann þennan dag.