Nýtt skólaár

Nýtt skólaár

Nú haustar að og fer að verða kaldara í veðri. Undanfarið hefur farið fram aðlögun nýrra barna í leikskólann og börn hafa líka verið að flytjast á milli deilda. Þetta er tími þar sem börnin eru að kynnast hvert öðru, kynnast nýju fólki og nýju umhverfi og hefðum í leikskólanum. Skipulagning vetrarstarfsins er í fullum gangi s.s að skipta börnum í hópa, skipuleggja hópastarf og þess háttar. Áætlað er að hópastarf hefjist 15. september og foreldrafundur verði í október þar sem Starfsáætlun leikskólans verður kynnt. Skóladagatal mun koma á heimasíðuna bráðlega og þar má sjá ýmsar dagsetningar á atburðum yfir skólaárið.